Þemakeppni - Árni Torfason

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þemakeppni - Árni Torfason

Kaupa Í körfu

NÝVERIÐ efndi mbl.is til hönnunarsamkeppni um flottasta þemað fyrir síður á bloggsvæðinu blog.is. Fjölmargar tillögur bárust, en verðlaunin fyrir besta þemað voru Dell Latitude D520-fartölva frá EJS. Sérstök dómnefnd mbl.is valdi svo besta þemað, en höfundur þess er Árni Torfason. Hans útlitsþema ásamt innsendingunum sem völdust í 2. og 3. sæti standa notendum blog.is til boða sem útlit frá og með deginum í dag. Fleiri þemu sem bárust munu svo bætast við á næstunni. MYNDATEXTI Þemakeppni Við verðlaunaafhendingu eru, frá vinstri, Halldór Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs EJS, sigurvegarinn Árni Torfason og Jón Agnar Ólason á markaðsdeild Morgunblaðsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar