Dívur í höllinni
Kaupa Í körfu
BRESKA söngkonan Petula Clark þenur hér raddböndin á stórtónleikum evrópsku dívanna í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem hún var gestasöngvari ásamt Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni tenór. Ásamt þeim sungu evrópsku dívurnar Eivör Pálsdóttir frá Færeyjum, Eleftheria Arvanitaki frá Grikklandi, Sissel Kyrkjebo frá Noregi, Patricia Bardon frá Írlandi og Ragnhildur Gísladóttir frá Íslandi. Uppselt var á tvenna tónleika þeirra í gær, klukkan níu um kvöldið og á aukatónleikana klukkan sex. Umgjörð tónleikanna var glæsileg, strengjasveit skipuð 50 meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Íslands lék og Drengjakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður sungu með dívunum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir