Málverk eftir Henri Matisse og Auguste Renoir

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Málverk eftir Henri Matisse og Auguste Renoir

Kaupa Í körfu

Myndlist | Sýning á verkum þekktra franskra málara í Listasafni Íslands "ÞETTA er gífurlega merkileg listsöguleg sýning. Hún fjallar um hóp listamanna sem í upphafi tuttugustu aldar breytti stefnu málverksins," segir Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, um sýninguna Frelsun litarins sem opnuð verður í safninu hinn 15. desember. MYNDATEXTI: Tilfinningaleg túlkun Ólafur Kvaran segir að Frelsun litarins fjalli um þann róttæka þátt listasögu 20. aldar þegar franskir málarar, með Matisse í fararbroddi, leystu litinn úr viðjum fyrirfram gefinna gilda sem höfðu verið ríkjandi í málverkinu. Á myndinni eru Sylvaine Lestable, safnvörður og aðstoðarsýningarstjóri sýningarinnar, og Ólafur Ingi Jónsson forvörður að taka upp verkin í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar