Tónleikar í Grímsey

Helga Mattína

Tónleikar í Grímsey

Kaupa Í körfu

ÞAU voru björt og glöð skólabörnin í eldri deild Grunnskólans í Grímsey sem héldu útgáfutónleika undir stjórn skólastjórans síns, Dónalds Jóhannessonar. Krakkarnir sungu eins og englar lögin 11 á diskinum Skólajól fyrir foreldra og velunnara. Öll undirbúningsvinna, söngæfingar, undirleikur og framleiðsla á diskinum var í höndum skólastjórans. Allur ágóði rennur í ferðasjóð eldri deildarinnar, en börnin halda á hverju vori í gott ferðalag upp á fastalandið. Diskurinn fékk góðar undirtektir, flestir gestanna keyptu disk og sumir marga. Það var sannarlega góð og gleðileg stemning yfir "skólajólunum" á heimskautsbaug.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar