Baugsmálið - Héraðsdómur Reykjavíkur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Baugsmálið - Héraðsdómur Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu verjenda sakborninga tengdra Baugi Group, í málarekstri vegna meintra brota á skattalögum, þess efnis að ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra yrðu kallaðir fyrir dóminn sem vitni. Krafan var sett fram vegna þess að sakborningarnir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson og Stefán H. Hilmarsson, töldu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar á þeim með ummælum yfirmanna hjá ríkislögreglustjóra í fjölmiðlum. MYNDATEXTI: Ekki í vitnastúku - Jón H. Snorrason saksóknari þarf ekki að bera vitni nema Hæstiréttur snúi úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar