Bubbi Morthens

Bubbi Morthens

Kaupa Í körfu

Fjarðabyggð | Trúbadorahátíð Íslands á nú fimm ára afmæli og verður um helgina haldin á þremur stöðum í Fjarðabyggð. Í kvöld hefst hátíðin í Mjóafirði, í Sólbrekku nánar tiltekið, og treður þar upp Hlynur Ben frá kl. hálfníu. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og hægt er að sigla með Fjarðaferðum frá Neskaupstað kl. 20 og koma til baka þangað um miðnætti. Þá tekur við dagskrá í Egilsbúð með frændunum Bjarna og Tryggva Vilmundarsonum. Miðaverð á þá tónleika er þúsund krónur en frítt er fyrir gesti Mjóafjarðartónleikanna. MYNDATEXTI: Innlifun - Bubbi Morthens er heiðursgestur Trúbadorahátíðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar