Sambandsverksmiðjurnar

Skapti Hallgrímsson

Sambandsverksmiðjurnar

Kaupa Í körfu

STÓRVIRKAR vinnuvélar hafa höggvið stórt skarð í gömlu húsin á Gleráreyrum þar sem Sambandsverksmiðjurnar voru starfræktar áratugum saman. Hluti þeirra hafa horfið af yfirborði jarðar síðustu vikur, enn verður haldið áfram um sinn en uppbygging nýs hluta verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs hefst á staðnum á fyrri hluta næsta árs. Þau hús sem brotin hafa verið niður undanfarið eru annars vegar gamla sútunarverksmiðjan en á efri hæð þess var upphaflega skógerðin á sínum tíma. Hins vegar er gamli Gefjunarvélasalurinn horfinn; húsin með harmonikkuþakinu, eins og það var gjarnan kallað. MYNDATEXTI: Gamli tíminn - Myndin er tekin 21. nóvember, búið er að rífa hluta húsanna en þarna sést ágætlega hvernig húsaþyrpingin var. Glerártorg í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar