Norðurljós á Djúpavogi

Andrés Skúlason

Norðurljós á Djúpavogi

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Það sem af er desember hefur oft verið einkar fallegt veður á Djúpavogi og stjörnum prýtt himinhvolfið leikið við sjáöldur íbúanna. Norðurljós hafa logað skært, dansað innan um skýin og myndað skemmtileg og litrík ljósbrot. Fréttaritari Morgunblaðsins kom sér í kvöldrökkrinu fyrir í gamalli, upphlaðinni fjárrétt við Miðmorgunsþúfu á Djúpavogi og fylgdist með tifandi slæðum og ljósbogum brjótast úr skýjum. Búlandstindurinn fylgdist sótsvartur með himinflögrinu og auðvitað án þess að haggast. Djúpavogsbúar eru búnir að tendra ljós á sínu jólatré eins og aðrir þéttbýlisbúar .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar