Guðbjörn Þór Ævarsson

Brynjar Gauti

Guðbjörn Þór Ævarsson

Kaupa Í körfu

"ÉG er sófaknattspyrnumaður af guðs náð og viðurkenni að ég horfi frekar mikið á fótbolta í sjónvarpinu. Að sjálfsögðu ávallt á mitt lið ef það er í boði en einnig hef ég áhuga á flestum öðrum knattspyrnuleikjum," segir Guðbjörn Þór Ævarsson formaður stuðningsmannafélags Manchester United á Íslandi sem stofnað var árið 1991. Guðbjörn er þessa stundina staddur í Manchester þar sem hann er ásamt 150 manna hóp frá Íslandi sem mun sjá grannaslag Manchester United og Manchester City á Old Trafford á sunnudag. "Þeir gerast ekki mikið stærri leikirnir í Manchester og þetta verður í fyrsta sinn sem ég sé grannaslag enda er mikil tilhlökkun í okkar röðum vegna leiksins," bætti pípulagningamaðurinn úr Kópavogi við. MYNDATEXTI:Guðbjörn Þór Ævarsson er dyggur stuðningsmaður Manchester United og hefur áhyggjur af gengi liðsins þessa stundina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar