Tannlæknatæki

Morgunblaðið/Líney

Tannlæknatæki

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn hefur tannlæknir aðstöðu en frá Húsavík kemur tannlæknir reglulega og nýta íbúarnir sér þjónustu hans. Tannlæknatækin og tilheyrandi búnaður voru komin til ára sinna og brýn þörf á endurnýjun. Það er nú orðið að veruleika og nýr búnaður er kominn á tannlæknastofuna en Heilbrigðisstofnunin á sér ýmsa velunnara sem koma að málefnum sem þessum, einkum hefur Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga látið þar til sín taka. MYNDATEXTI: Góð gjöf - Nýi búnaðurinn á heilsugæslustöð Þórshafnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar