Frelsið

Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason

Frelsið

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur Tónlistarskólans takast á við Frelsið þessa dagana, en það er leikrit sem fjallar um vináttu, einelti og unglingatísku. Nemendur hafa verið að æfa undanfarnar vikur og var leikritið frumsýnt í Félagsheimilinu í Stykkishólmi fyrir skömmu. Leikritið er eftir Flosa Eiríksson og Gunnar Sturlu Hervarsson. Leikstjórar eru kennararnir Lárus Ástmar Hannesson og Auður Rafnsdóttir og Martin Markvoll sér um tónlistarstjórn. MYNDATEXTI: Fjölmenn sýning - Nemendur í Stykkishólmi takast þessa dagana á við leikverkið Frelsið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar