Hringur ísbjörn á Barnaspítala Hringsins

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hringur ísbjörn á Barnaspítala Hringsins

Kaupa Í körfu

HJÓNIN Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Arnar Guðmundsson gengu með það í maganum í nokkur ár að láta gott af sér leiða. Afraksturinn leit í fyrsta skipti dagsins ljós í gær þegar ísbjörninn Hringur heimsótti börnin sem dvelja á Barnaspítala Hringsins. Anna Marta og Ingólfur segja í samtali við Morgunblaðið að í upphafi árs 2003, þegar barnaspítalinn var að taka til starfa í nýju húsnæði, hafi þau fengið þá hugmynd að sniðugt gæti verið að spítalinn eignaðist sína eigin "fígúru" sem byggi á spítalanum og væri þar öllum hnútum kunnug. Á þessum tíma höfðu Anna Marta og Ingólfur þegar safnað í dálítinn sjóð til að leggja í verkefnið en sáu þó fram á að meira þyrfti til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar