Hringur ísbjörn á Barnaspítala Hringsins
Kaupa Í körfu
HANN er vinalegur, kátur, snjóhvítur, svolítið klaufskur, loðinn og mjúkur, pínulítið feiminn en á sama tíma afar forvitinn um allt og alla í kringum sig. Við hvern á þessi lýsing? Engan annan en ísbjörninn Hring sem bættist í gær í hóp sérlegra vina Barnaspítala Hringsins sem hafa það að markmiði að gleðja börnin sem þar dvelja. Hringur mætti á Leikstofu spítalans þar sem hann spjallaði við krakkana sem þar voru og spilaði fyrir þau á hin ýmsu hljóðfæri sem í stofunni leyndust. Vakti Hringur að vonum mikla lukku viðstaddra sem voru afar forvitnir um þennan hvíta, loðna og vinalega björn. MYNDATEXTI: Hringur vekur lukku - Ísbjörninn Hringur vakti mikla lukku barnanna sem stödd voru í Leikstofunni á Barnaspítala Hringsins í gær. Kristófer leiddi Hring um rýmið og aðstoðaði hann við að skoða ýmsa skemmtilegu hluti, s.s. litríka búninga, hljóðfæri og gullfisk sem á stofunni býr.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir