Héraðsdómur Reykjavíkur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Héraðsdómur Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

TEKIST var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um kröfu fimm einstaklinga sem eru tengdir Baugi þess efnis að rannsókn á meintum skattalagabrotum þeirra yrði úrskurðuð ólögleg, eða að yfirmenn ríkislögreglustjóra teldust vanhæfir í málinu, og þar með allir þeirra undirmenn hjá ríkislögreglustjóra. Málareksturinn er á vegum fimm einstaklinga sem allir eru tengdir Baugi; þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssonar og Stefáns H. Hilmarssonar. Meint brot þeirra eru til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra, en engin ákæra hefur enn verið gefin út. MYNDATEXTI: Málflutningur undirbúinn - Tveir verjenda í Baugsmálinu, þau Jakob Möller og Þórunn Guðmundsdóttir, stungu saman nefjum áður en málflutningur fyrir héraðsdómi hófst í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar