Arnar Eggert Thoroddsen

Arnar Eggert Thoroddsen

Kaupa Í körfu

"ÉG VAR að snúa aftur í útvarp eftir fjórtán ára hlé. 1992 var ég með þætti á menntaskólastöðinni Útrás. Þeir hétu Kvöldstund með Arnari en þátturinn á XFM heitir Kvöldstund með Arnari Eggerti," segir Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður sem byrjaði nýlega með þátt á útvarpsstöðinni XFM 91.9. "Fjórði þátturinn fer í loftið í kvöld. Þetta er tveggja tíma þáttur, í upphafi hans spila ég það sem ég er að hlusta á hverju sinni, frá harðasta rokki til ljúfustu þjóðlagatónlistar. Í seinni helmingnum tek ég fyrir eitthvert þema, í fyrstu tveimur þáttunum tók ég fyrir sögu hljómsveitarinnar The Byrds, í síðasta þætti fjallaði ég um kanadískar hljómsveitir og í kvöld ætla ég að taka fyrir Paul McCartney en í allri þessari skilnaðarumræðu ákvað ég að beina sjónum fólks aftur að tónlist hans. MYNDATEXTI. Útvarpsmaðurinn - Arnar Eggert Thoroddsen er með fræðandi útvarpsþátt á XFM á hverju þriðjudagskvöldi þar sem hann fjallar um tónlist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar