Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson

Steinunn Ásmundsdóttir

Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson

Kaupa Í körfu

HJÓNIN Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. þingmaður og ráðherra, fögnuðu í gær sjötíu ára brúðkaupsafmæli sínu. Þau giftust árið 1936 á Brekku í Mjóafirði, en þar var Vilhjálmur fæddur og uppalinn, en Margrét ólst upp á Galtarstöðum út á Fljótsdalshéraði og kom fyrst í Brekku árið 1932. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann og Margrét hefðu lítið gert af því að halda upp á brúðkaupsafmæli sín, þó mörg væru orðin. Þau hjónin eru bæði fædd árið 1914 og því 92 ára að aldri. MYNDATEXTI: Reisn - Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson hafa verið gift í 70 ár, ein af þrennum núlifandi hjónum sem því marki hafa náð. Hann er vel ern en hún dvelst á hjúkrunardeild spítalans á Seyðisfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar