Eivör Pálsdóttir

Eivör Pálsdóttir

Kaupa Í körfu

Hvers vegna komstu upphaflega til Íslands? Ég hafði lengi haft Ísland í huga. Svo eignaðist ég góða vinkonu frá Íslandi, hún heitir Ólöf Kolbrún Harðardóttir og var söngkennarinn minn í Færeyjum. Hún bauð mér í heimsókn. Ég ætlaði að skoða landið í mánuð en leið svo vel að ég er hér enn. Hvernig hugsa Færeyingar almennt um Ísland? Ég held að Færeyingum finnist Ísland spennandi og flott. Við finnum líka mikla tengingu við Færeyjar, fólkið er til dæmis svipað - það er opið, hlýlegt og horfir í augun á manni þegar það talar. Íslendingar hafa líka tengingu við jörðina eins og Færeyingar, eru jarðbundnir og rólegir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar