Nylon

Eyþór Árnason

Nylon

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er orðinn árviss viðburður að fjöldi íslenskra tónlistarmanna taki sig til í kringum jólin og gefi tónleikahald sitt til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Einar Bárðarson hefur skipulagt tónleikana frá upphafi en í ár verða þeir haldnir í áttunda sinn. Staður og stund verður Háskólabíó 28. desember næstkomandi. Þeir listamenn sem staðfest hafa komu sína eru Sálin hans Jóns míns, Gospelkór Reykjavíkur, Bubbi Morthens, Paparnir, Skítamórall, Magni og Á móti sól, Páll Óskar Hjálmtýsson, Garðar Thór Cortes, Jón Jósep Snæbjörnsson, Stebbi og Eyvi, Birgitta Haukdal og Nylon auk þremenninganna úr Idol - Stjörnuleit, þeirra Snorra, Ingó og Bríetar Sunnu. MYNDATEXTI: Fjórar fræknar Nylon-flokkurinn gefur vinnu sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar