Gyða Jónsdóttir EA

Helga Mattína

Gyða Jónsdóttir EA

Kaupa Í körfu

Grímsey | Stundin var stór þegar Gyða Jónsdóttir EA 20, 15 tonna netabátur af gerðinni Víkingi sigldi inn í Grímseyjarhöfn. Þetta er rétt rúmlega eins árs gamall plastbátur frá Ólafsvík, í eigu feðganna Hennings Jóhannessonar og sona hans, Jóhannesar Gísla, Hennings og Sigurðar. Þeir feðgar reka Fiskmarkað Grímseyjar og Kræki á Dalvík. Grímseyingar flykktust niður á bryggju til að samfagna þeim feðgum og fjölskyldum þeirra. Það er uppgangur í Grímsey þessar vikurnar, eftir brotthvarf kvóta úr byggðinni í haust. Tveir nýir glæsibátar komnir í höfnina og von á þeim þriðja innan fárra daga. Þetta veit sannarlega á bjarta framtíð í nyrstu fiskveiðibyggð landsins...Á myndinni um borð í Gyðu Jónsdóttur EA 20 eru, frá vinstri til hægri: Henning Henningsson, Jóhannes Gísli Henningsson, Ída Jónsdóttir eiginkona hans og Henning Jóhannesson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar