Gerð miðbæjar stærsta verkefni Garðabæjar

Sverrir Vilhelmsson

Gerð miðbæjar stærsta verkefni Garðabæjar

Kaupa Í körfu

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að fyrir um tveimur árum hafi verið leitað til þriggja fyrirtækja, Klasa, Kirkjuhvols og Þyrpingar, um að leggja fram tillögur til bæjarráðs um uppbyggingu á miðbæ. 9. maí 2005 hafi síðan verið gerður samningur við Klasa um að þróa frekar hugmyndir sínar og sú þróunarvinna hafi síðan verið stanslaust í gangi. Hugmyndir hafi t.d. verið kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum og starfandi hafi verið rýnihópur íbúa. Eins hafi verið starfandi verkefnahópur með fulltrúum minni- og meirihluta bæjarstjórnar auk fulltrúa verslunar og þjónustuaðila á svæðinu. Hópurinn hafi fundað reglulega og staða málsins kynnt reglulega í skipulagsnefnd bæjarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar