Framsóknarflokkurinn 90 ára

Brynjar Gauti

Framsóknarflokkurinn 90 ára

Kaupa Í körfu

FRAMSÓKNARFLOKKURINN ætlar að standa fyrir ýmsum viðburðum á næstu mánuðum í tilefni af 90 ára afmæli flokksins sem er 16. desember. Flokkurinn ætlar m.a. að halda málþing í janúar um miðjustefnu í stjórnmálum og efnt verður til afmælishátíða víða um land í febrúar. Í mars verður síðan haldið flokksþing þar sem málefnaskrá flokksins fyrir þingkosningarnar í vor verður mótuð. Stofnskrá Framsóknarflokksins var undirrituð 16. desember 1916, en áður höfðu verið haldnir fundir á Austurlandi og Suðurlandi þar sem stofnun flokksins var undirbúin. Flokkurinn var í upphafi stofnaður sem þingflokkur en upp úr 1930 var farið að stofna félög um allt land. MYNDATEXTI: Afmæli - Létt var yfir leiðtogum flokksins í gær. Jón Sigurðsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður takast í hendur og með þeim eru Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Jóns, og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar