Bolungarvík

Gunnar Hallsson

Bolungarvík

Kaupa Í körfu

Þau sögulegu tíðindi urðu hér í Bolungarvík í vikunni að kynnt var skýrsla vegagerðarinnar um jarðgöng á leiðinni Bolungarvík – Ísafjörður. Í skýrslunni eru teknir út þeir fimm helstu möguleikar sem til greina geta komið í jarðgangagerð á milli þessara staða. Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson kom, af þessu tilefni, ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu og Vegagerðinni til fundar við bæjarstjórnir Bolungarvíkur og Ísafjarðar þar sem hann fylgdi skýrslunni úr hlaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar