Jólasveinn á þyrluæfingu

Jólasveinn á þyrluæfingu

Kaupa Í körfu

SEGJA má að hlaupið hafi á snærið hjá Pottasleiki þegar honum barst óvænt aðstoð frá Landhelgisgæslunni. Pottasleikir hafði átt í vandræðum með að komast til byggða á sleða sínum sökum snjóleysis sem ríkt hefur á hálendinu að undanförnu og leitaði því ásjár hjá Gæslunni sem varð undir eins við bón hans. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá fljúgandi jólasveina á sveimi yfir borginni. Eins og sjá má var Pottasleikir drekkhlaðinn gjöfum, enda gjafapoki hans úttroðinn, svo líklegt er að honum hafi tekist að gleðja fjölda barna með því að lauma einhverju góðgæti í skóinn til þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar