Valur - HK 25:22

Valur - HK 25:22

Kaupa Í körfu

VALSMÖNNUM, sem spáð var Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik karla í haust, tókst á laugardaginn að komast í toppsæti deildarinnar, og halda þeir með eins stigs forskot inn í sex vikna hlé sem gert verður á deildarkeppninni vegna heimsmeistaramótsins í Þýskalandi. Valur hafði betur í uppgjöri toppliðanna, 25:22, þegar HK kom í heimsókn í Laugardalshöllina. HK er í öðru sæti deildarinnar en þar á eftir koma Akureyri og Stjarnan. MYNDATEXTI: Tveir góðir Ernir Hrafn Arnarson, Val, og Valdimar Þórsson, HK.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar