Laufabrauð

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Laufabrauð

Kaupa Í körfu

Laufabrauðsgerð er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi. Flestir borða það með jólahangikjötinu en síðan eru aðrir sem hafa það á boðstólum alla jólahátíðina og með öllum mat. Björg Randversdóttir er ættuð að norðan og lærði laufabrauðsgerðina af mömmu sinni. Til jólahaldsins var oft slátrað kind á fyrri öldum og höfð kjötsúpa á aðfangadagskvöld. Hangiket var einnig fastur jólamatur en rjúpur upphaflega fátækrafæði. Vegna korneklu voru grautar og brauðmeti þó mesta nýnæmið eins og við önnur hátíðabrigði á fyrri öldum, þar á meðal laufabrauðið sem áður virðist útbreitt um allt land en einkum fyrir norðan og norðaustan eftir miðja 19. öld. MYNDATEXTI: Fletjið deigið út og skerið út kökur með kleinujárni eða einhverju beittu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar