Jólaþorp í Hafnarfirði

Jólaþorp í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

HIN SÍHRESSA fígúra Sproti leit við í jólaþorpinu í Hafnarfirði í gær. Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum Sproti var enda hefur hann líklega gleymt því sjálfur þegar krakkaskarinn hópaðist í kringum hann. Margt var um manninn í jólaþorpinu og gömlu hetjurnar úr Stundinni okkar, Gunni og Felix, skemmtu gestum og gangandi auk þess sem jólasveinninn tók nokkur létt spor í kringum jólatréð. Hljómsveitin Svínkurnar tróð einnig upp og sveik ekki núverandi eða tilvonandi aðdáendur sína. Jólaþorpið verður opið fram eftir kvöldi á Þorláksmessu og fólk getur verslað síðustu jólagjafirnar eða bara drukkið kakó og sýnt sig og séð aðra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar