Björgvin Halldórsson

Björgvin Halldórsson

Kaupa Í körfu

"ÉG ER eiginlega orðlaus yfir móttökunum," sagði Björgvin Halldórsson sem í gærkvöldi veitti viðtöku platínuplötu en alls hafa selst um sautján þúsund eintök af útgáfu tónleika hans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í september síðastliðnum. Fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Karlakórs Fóstbræðra fengu við sama tækifæri einnig afhenta platínuplötu...Á myndinni sést Pálmi Stefánsson, eigandi Tónabúðarinnar, afhenda Björgvini forláta hljóðnema sem hann fékk auk platínuplötunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar