Flugumferðastjórar við vinnu sína

Brynjar Gauti

Flugumferðastjórar við vinnu sína

Kaupa Í körfu

GENGIÐ var frá stofnun opinbera hlutafélagsins Flugstoða ohf., sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, í júlí í sumar, en félagið tekur til starfa um áramótin. Á vorþingi lagði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, fram frumvarp um hlutafélagavæðinguna sem var samþykkt skömmu fyrir þinglok í júní s.l. Í athugasemdum sem frumvarpinu fylgja segir að ákvörðun samgönguráðherra um að gera tillögur um breytingar á skipulagi Flugmálastjórnar og að stofnað yrði sérstakt hlutafélag um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar, byggist á vinnu stýrihóps um framtíðarskipan flugmála. Stýrihópurinn skilaði skýrslu til samgönguráðuneytisins í mars 2005. MYNDATEXTI: Að störfum Flugumferðarstjórar við eftirlitsstörf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar