Framsóknarflokkurinn

Framsóknarflokkurinn

Kaupa Í körfu

"ÞETTA eru mjög glæsilegir listar, báðir tveir. Á þeim er mjög mikil breidd. Hlutur kvenna er mjög sterkur sem og hlutur ungs fólks," segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, en framboðslistar framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru kynntir í gær. Að sögn Jóns voru listarnir samþykktir samhljóða með lófataki á kjördæmaþingum í gær. "Þannig að við erum mjög bjartsýn og baráttuglöð," segir Jón og tekur fram að kosningabarátta flokksins fari af stað af fullum þunga strax á nýju ári. MYNDATEXTI: Framlínusveitin - Sæunn Stefánsdóttir, Jónína Bjartmarz, Jón Sigurðsson og Guðjón Ólafur Jónsson skipa efstu sæti á listum framsóknarmanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar