Strand við Sandgerði

Brynjar Gauti

Strand við Sandgerði

Kaupa Í körfu

Flutningaskipið Wilson Muuga var með tómar lestar er það strandaði rétt við Sandgerði í gærmorgun en í því voru 137 tonn af olíu. Var áhöfn skipsins bjargað og einnig sjö manns af danska varðskipinu Triton. Sá áttundi lést. Ráðgert var að leggja veg niður í flæðarmálið og stefnt að því að hefjast handa við að dæla olíu úr flutningaskipinu nú í morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar