Norðlingaholt

Eyþór Árnason

Norðlingaholt

Kaupa Í körfu

Litlir kassar á lækjarbakka, búnir til úr dinga-linga enda eru þeir allir eins" er það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug þegar hann keyrir um þrettánkranahverfið en svo kallast Norðlingaholtið í Reykjavík um þessar mundir enda skaga byggingakranar þar upp úr öllu eins og gíraffar á grassléttu. Þegar blaðamaður er á ferð eru allir vinnuskúrarnir fullir af smiðum og kranamönnum í morgunkaffi. Í einum skúrnum situr Þorgrímur Hákonarson með svart kaffi í bolla og maular á kexköku, hann er verkstjóri yfir byggingu iðnaðarhúsnæðis í holtinu og er yfir átta mönnum að staðaldri, fleirum þegar meira liggur við. "Ég held utan um hlutina; fer yfir teikningar, segi mönnunum til og held verkinu gangandi," segir Þorgrímur aðspurður út í sitt hlutverk. MYNDATEXTI: Þrettánkranahverfið - Byggingakranar tróna víða í Norðlingaholtinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar