Flags of our Fathers

Sverrir Vilhelmsson

Flags of our Fathers

Kaupa Í körfu

STÓRMYNDIN Flags of our Fathers var frumsýnd að viðstöddu fjölmenni í Háskólabíói í gærkvöldi. Eins og fram hefur komið var stór hluti myndarinnar tekinn hér á landi, auk þess sem íslenskum leikurum bregður fyrir í myndinni. Það er Óskarsverðlaunahafinn Clint Eastwood sem leikstýrir myndinni, en hún segir söguna á bak við eina frægustu fréttamynd allra tíma, a.m.k. síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar sex bandarískir hermenn reistu fána sinn á vígvellinum á Iwo Jima. Eins og sjá má var glatt á hjalla á frumsýningunni í gær. MYNDATEXTI: Tómas J. Knútsson, Leifur B. Dagfinnsson og Helga Margrét Reykdal við Ford 1962 módel sem notaður var í myndinni. Clint Eastwood gaf Tómasi bílinn og sagði honum að gera hann upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar