Maríumyndir

Maríumyndir

Kaupa Í körfu

María guðsmóðir hefur verið viðfangsefni myndlistarmanna, nærri frá upphafi kristni, en fór vaxandi fyrir um þúsund árum og á öldunum þar á eftir. Elzta íslenzka Maríumyndin er frá því um 1100 og sú yngsta í íslenzkri kirkju er frá 2005. Fjöldi kirkna áttu Maríumyndir um siðaskipti og Maríudýrkun hélt áfram þó að myndum af guðsmóðurinni fækkaði. Nokkrar eru varðveittar á Þjóðminjasafni. MYNDATEXTI Sveinn Björnssson Krýsuvíkur-Madonna. Hér málar Sveinn Maríu inní umhverfi Kleifarvatns, þar sem stór fiskur virðist vera að spjalla við ókennileg veru framan á sérstæðum fiskibáti. Myndin er máluð með olíulitum á striga, óársett.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar