Carlos Lima og Auður Guðjónsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Carlos Lima og Auður Guðjónsdóttir

Kaupa Í körfu

Ekkert hefur þokast í stofnun alþjóðlegs gagnabanka um mænuskaða Mænuskaðaðir hafa miklar væntingar til gagnabankans Þótt tæpt ár sé síðan íslensk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að stefna að því að stofna alþjóðlegan gagnabanka um mænuskaða hefur nefnd sem átti að fjalla um málið aldrei komið saman./ EKKERT hefur þokast í að koma á fót alþjóðlegum gagnabanka um mænuskaða sem íslensk stjórnvöld höfðu hug á að stofna í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Evrópuráðið. Hugmynd að stofnun slíks banka vaknaði á alþjóðlegri ráðstefnu um mænuskaða sem WHO og íslensk stjórnvöld stóðu fyrir hér á landi fyrir rúmu ári, að frumkvæði Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings, móður Hrafnhildar Thoroddsen, sem skaddaðist á mænu í bílslysi fyrir þrettán árum. MYNDATEXTI: Carlos Lima, taugaskurðlæknir frá Portúgal, stundar rannsóknir á mænuskaða og Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur átti frumkvæði að alþjóðlegri ráðstefnu um mænuskaða sem haldin var í fyrra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar