Íslandsmót í kraftlyftingum 2004

Stefán Stefánsson

Íslandsmót í kraftlyftingum 2004

Kaupa Í körfu

Einvígi Auðuns Jónssonar og svíans Jörgens Ljungberg á Íslandsmótinu í kraftlyftingum lauk með tilþrifum í íþróttahúsi ÍFR við Hátún á laugardaginn. Báðir voru algerlega ófáanlegir til að gefa neitt eftir svo að eitthvað varð eftir að gefa - fyrst fuku Íslandsmet, síðan Norðurlandamet og Auðunn linnti ekki látunum fyrr en hann jafnaði heimsmet - 1.050 kíló í samanlögðu. Áhorfendur, sem voru fjölmargir, kunnu vel að meta skemmtunina og fögnuðu hverju meti, einnig öðrum Íslands- og Norðurlandametum. Myndatexti: Auðunn Jónsson, sem jafnaði heimsmet í samanlögðu, og Margrét Guðsteinsdóttir, sem bætti Íslandsmet, voru stigahæst á Íslandsmótinu á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar