Ný verslun á Frakkastíg 7

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ný verslun á Frakkastíg 7

Kaupa Í körfu

Trausti Hraunfjörð, sonur minn, var að spekúlera í að gifta sig af því að hann var ólöglegur í landinu," segir Ásta Hraunfjörð í upphafi samtals sem snerist um að segja frá verslun sem hún opnaði ásamt manni sínum nýlega á Frakkastíg 7 í Reykjavík. Trausti, sonur hennar, hafði sem sé verið búsettur í Perú um skeið, nánar tiltekið í Lima, og hann var svo heillaður af landinu að hann vildi setjast að til frambúðar. "Trausti hafði verið þarna sem ferðamaður fyrir nokkrum árum og hann kynntist ungri prinsessu og varð ástfanginn. Þau voru nýflutt í nýja íbúð þegar við komum þarna og við hvöttum þau til að láta verða af brúðkaupinu af því að við vorum nú stödd þarna. Passinn hans var útrunninn og það voru góð ráð dýr að útvega stimpil í passann og þá var ekki hægt að giftast. Við ferðuðumst þess vegna alla leið til Ekvador til að fá þennan stimpil, sem var heilmikið ferðalag og mikil saga þar, skal ég segja þér," heldur Ásta áfram. Sú saga varð þó að bíða betri tíma því nú snerist málið um ástæðu þess að hún og Njáll Sigurjónsson, maður hennar, opnuðu verslunina í Reykjavík, en þar fást einmitt perúskar vörur. MYNDATEXTI Ásta Hraunfjörð og Njáll Sigurjónsson, eigendur verslunarinnar Lava, klædd í perúska hönnun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar