Margrét Björnsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Margrét Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Jesúbarnið fæddist á jólunum og þess vegna höldum við hátíð," kenna foreldrar börnum sínum frá unga aldri. En Jesúbarnið er auðvitað ekki eina barnið sem fæðst hefur á þessum árstíma. Þau sem deila fæðingardegi með Jesú velta því sum fyrir sér hvort ekki væri notalegt að eiga sinn eigin afmælisdag....Er geislabaugurinn farinn? Það er stór dagur hjá Margréti Björnsdóttur í dag - hún er sextug. Fædd á aðfangadag 1946. Margrét hefur lengst af búið í Garðabæ en flutti búferlum snemma á þessu ári til Washington, þar sem eiginmaður hennar, Baldvin Jónsson, starfar við markaðssetningu íslenska fjallalambsins og fleiri afurða. MYNDATEXTI: Mikið jólabarn Margrét Björnsdóttir hefur alltaf litið á það sem forréttindi að eiga afmæli á aðfangadag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar