Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

VEIÐIMENN verða í sumar skyldaðir til að sleppa aftur öllum laxi sem veiðist á svæðum Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal. "Við höfum smám saman verið að fikra okkur yfir í þetta síðustu árin, þetta er lokaskrefið á því ferli," segir Orri Vigfússon, formaður Laxárfélagsins. Síðastliðin tvö ár hefur verið hvatt til að öllum laxi sem veiðist á svæðum félagsins sé sleppt, og skylt að sleppa tveggja ára laxi. Orri segir að um 75% laxa hafi verið sleppt sl. sumar. Með þessari aðgerð er nú skylt að sleppa öllum laxi sem veiðist í Laxá í Aðaldal, þar sem veitt og sleppt hefur verið síðustu ár á öðrum veiðisvæðum árinnar; Nesveiðum, Hrauni, Staða- og Múlatorfu. MYNDATEXTI. Laxveiði Jón Helgi Vigfússon býr sig undir að sleppa í Laxá í Aðaldal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar