Ásusjóður heiðrar Dr. Steinar Þór Guðlaugsson

Sverrir Vilhelmsson

Ásusjóður heiðrar Dr. Steinar Þór Guðlaugsson

Kaupa Í körfu

STJÓRN Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright veitti í gær dr. Steinari Þór Guðlaugssyni jarðeðlisfræðingi heiðursverðlaun fyrir árið 2006. Verðlaunin hlýtur Steinar Þór fyrir margþættar rannsóknir á landgrunni Íslendinga. Í umsögn stjórnar sjóðsins segir m.a. að Steinar sé afkastamikill fræðimaður. Hann eigi að baki glæstan feril sem vísindamaður og hafi jafnframt sýnt góða færni í að miðla þekkingu sinni til annarra. Hann hafi mótað rannsóknir á landgrunni Íslendinga og stýrt verkefnum þar af einstakri kunnáttu og framsýni sem líkleg sé til að skila þjóðinni stórum landvinningum.Á myndinni má sjá verðlaunahafann (t.h.) ásamt dr. Sturlu Friðrikssyni, formanni stjórnar sjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar