Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Kaupa Í körfu

LOKIÐ var síðdegis í gær við að dæla olíu úr tönkum flutningaskipsins Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Í skipinu er eftir olíublandaður sjór í lestarrými og hefur hann pumpast þangað úr rifnum botntönkum. Áætlað magn þeirrar olíu sem þar er eftir er 10–15 tonn. Segir Umhverfisstofnun, að hreinsun olíunnar úr lestarrýminu kalli á annars konar aðgerðir og geti tekið nokkra daga en ekki sé lengur bráð hætta af olíunni sem eftir er í skipinu á meðan það stendur af sér veður og sjógang. MYNDATEXTI: Hreinsun - 10-15 tonn af sjómettaðri olíu eru enn um borð í skipinu en bráðamengunarhætta er yfirstaðin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar