Íþróttamaður ársins
Kaupa Í körfu
GUÐJÓN Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður með þýska liðinu Gummersbach, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Guðjón Valur hlaut 405 stig í fyrsta sætið en mest var hægt að fá 460 stig. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona og handhafi titilsins síðustu tvö árin, varð annar með 333 atkvæði og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson, handhafi titilsins síðustu tvö ár þar á undan, varð í þriðja sæti með 188 stig, en Ólafur leikur með Ciudad Real á Spáni. Alls hlutu 22 íþróttamenn úr 13 greinum atkvæði í kjörinu að þessu sinni, sex konur og sextán karlar.MYNDATEXTI: Tveggja manna tak Guðjón Valur tekur við gripnum af Þorsteini Gunnarssyni, formanni Samtaka íþróttafréttamanna og Bjarni Ármannson og Jón Karl Ólafsson fylgjast sposkir með.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir