Ilmur Kristjánsdóttir leikkona

Sverrir Vilhelmsson

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona

Kaupa Í körfu

Lengi vel var árvisst áramótaheit hjá Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu að lesa fleiri bækur. "Mér fannst gott markmið að lesa eina bók á mánuði," segir hún. "Svo ákvað ég að setja ekki þessa pressu á sjálfa mig því ég fékk alltaf kvíðahnút í magann yfir jólabókaflóðinu. Þegar nýju bækurnar fóru að koma fór ég að hugsa um allar bækurnar sem ég las ekki í fyrra og hittifyrra og listinn lengdist endalaust. Loks ákvað ég að slaka á með þetta og lesa bara þegar ég hefði tíma og hafa þá gaman af því." MYNDATEXTI Ekki lestrarhestur "Ég fékk alltaf kvíðahnút í magann yfir jólabókaflóðinu," segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem nú les bara þegar hana langar til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar