Áramótaborð

Áramótaborð

Kaupa Í körfu

Þetta eru fyrstu áramótin okkar hér," segir Stefanía Gunnarsdóttir, ein eigenda verslunarinnar Duka í Kringlunni, en fyrr á árinu fluttu þau hjónin í Sjálandshverfið í Garðabæ. Þau eru ánægð á nýja staðnum og útsýnið út um stofugluggann eins og málverk, sem breytist í takt við sérlundað veðurfarið. Hún segist eiga mikið af alls kyns borðbúnaði og skrauti, það hvernig hún leggi á borð hverju sinni fari eftir því hvað andinn blási henni í brjóst. Að þessu sinni er einfaldleikinn allsráðandi og greinilegt að hér er smekkmanneskja á ferðinni. Stefanía segist vera mikið fyrir lifandi blóm og skreyti gjarnan með þeim. MYNDATEXTI Blómaskreyting Það er virkilega smart að setja lifandi blóm á áramótaborðið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar