Matthildur Þorláksdóttir

Matthildur Þorláksdóttir

Kaupa Í körfu

Ég lærði náttúrulækningar í Þýskalandi og þar er starfsheitið mitt ,,heilpraktiker". Ég hef kosið að kalla mig það því strangt til tekið má ég ekki kalla mig náttúrulækni samkvæmt lögum," útskýrir Matthildur þegar blaðamaður heimsækir hana á læknastofuna. ,,Þetta er þriggja ára nám, auk starfsþjálfunar, og í Þýskalandi hefur þetta verið löggilt starfsgrein frá árinu 1939 sem hefur fengið að þroskast og þróast opinberlega. Þar eru margir mismunandi skólar í faginu, en allir nemendurnir þurfa að taka opinbert próf til að fá starfsréttindi og mega opna stofu. Þetta er svona álíka og ef landlæknir myndi leggja fyrir mann próf." MYNDATEXTI "Við meðhöndlum útfrá heildrænu sjónarmiði með okkar náttúrulegu úrlausnum," segir Matthildur Þorláksdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar