Svæði við Jófríðarstaði í Hafnarfirði

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Svæði við Jófríðarstaði í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

HÖFUNDUR kaþólsku kirkjunnar að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, Knútur Jeppesen arkitekt, andmælir fyrirhuguðum breytingum á hluta lóðar kirkjunnar en þar hefur verið lagt til að byggð verði þrjú lágreist fjölbýlishús. Íbúar í nágrenni kirkjunnar hafa sömuleiðis andmælt og afhent Hafnarfjarðarbæ á annað hundrað undirskriftir þess efnis. Helstu rök Knúts, sem Guðrún Jónsdóttir arkitekt hefur komið á framfæri við bæjaryfirvöld fyrir hans hönd, eru þau að þegar kirkjan var hönnuð hafi verið gert ráð fyrir að svæðið, sem nú eru gerðar tillögur um að byggja á, yrði útivistarsvæði sem allir gætu átt aðgang að sér til uppbyggingar og ánægju. Kirkjan sé hönnuð með þá sýn að leiðarljósi. MYNDATEXTI: Útivist - Íbúar vilja áfram útivistarsvæði á lóðinni fyrir neðan kaþólsku kirkjuna en ekki fyrirhuguð fjölbýlishús.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar