Seðlabankinn kynnir hækkun stýrivaxta

Seðlabankinn kynnir hækkun stýrivaxta

Kaupa Í körfu

SEÐLABANKINN spáir því að verðbólga verði nálægt 11% á síðasta ársfjórðungi þessa árs og muni haldast þannig fram á mitt næsta ár en lækki verulega árið 2008. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði á fundi stjórnarinnar í gær að versnandi verðbólguhorfur kalli á mun meira aðhald. Bankinn tilkynnti í gær að stýrivextir hækki um 0,75 prósentustig og eru þeir nú orðnir 13% en hækkunin tekur gildi á þriðjudaginn. Alls hafa stýrivextir verið hækkaðir fjórum sinnum á þessu ári og nemur hækkunin 2,5 prósentustigum. Frá því í maí 2004 hafa stýrivextir nú verið hækkaðir fimmtán sinnum en þeir voru þá 5,30%. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson hvíslar að Eiríki Guðnasyni á fundi bankastjórnar í gær en þar var tilkynnt um fimmtándu hækkun stýrivaxta frá því í maí 2004.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar