Nýr lögreglustjóri á eftirlitsgöngu

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nýr lögreglustjóri á eftirlitsgöngu

Kaupa Í körfu

STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, fór í gær í eftirlitsgöngu um Reykjavík ásamt Steinþóri Hilmarssyni lögregluvarðstjóra. Sem kunnugt er tók ný skipan lögreglumála gildi 1. janúar síðastliðinn og fækkaði lögregluumdæmum úr 26 í 15. Umdæmi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Álftanes. Eitt af markmiðunum með sameiningu lögregluembættanna á svæðinu er að auka sýnilega löggæslu, grenndarlöggæslu og hverfalöggæslu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar