Einar Haraldsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Einar Haraldsson

Kaupa Í körfu

Mér fannst Landsvirkjun koma hreint fram þegar var verið að kynna þessar framkvæmdir fyrir 4–5 árum en mér finnst menn vera dálítið seinir núna. Virkjunin er að fara í hönnun og það er ekkert búið að tala við bændur," segir Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, þegar hann er spurður hvernig honum finnist Landsvirkjun hafa staðið að málum gagnvart landeigendum. Það fer ekkert land undir vatn á Urriðafossi, en Einar segir að laxveiði í Þjórsá verði fyrir skaða af völdum virkjunarinnar og hann muni krefjast bóta vegna þessa. Einar segist ekki geta ímyndað sér að bændur muni heimila vegaframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á jörðum sínum í sumar nema að búið sé að ganga frá samkomulagi um bætur. Það sé því nauðsynlegt að flýta þessum viðræðum við bændur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar