Peningafölsun

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Peningafölsun

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN handtók tvo peningafalsara á gamlársdag sem reynt höfðu að kaupa flugelda fyrir falsaða peninga. Þetta var í annað skiptið í sama mánuðinum sem þessir aðilar voru teknir fyrir peningafölsun. Í fyrra skiptið voru þeir teknir eftir að bensínafgreiðslumaður kom upp um þá og tók lögreglan þá piltana fasta ásamt þremur félögum þeirra. Um var að ræða fjóra 19 ára pilta og eina stúlku. Tekinn var af þeim peningafölsunarbúnaður og 200 þúsund krónur í fölsuðum fimm þúsund króna seðlum og játaði einn hinna handteknu sakir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar