HANNA tískuvöruverslun

HANNA tískuvöruverslun

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA ullin hefur hlýjað landanum frá örófi alda, hún hefur þó varla þótt tískufyrirbæri en á síðustu árum hefur sköpunarkraftur nútímans hafið hana til vegs og virðingar. Ingibjörg Hanna Pétursdóttir hefur tekið ástfóstri við íslensku lambsullina en í síðastliðnum desembermánuði opnaði hún verslunina HANNA í miðbæ Reykjavíkur og selur þar sérhannaðan og fágaðan kvenfatnað úr þæfðri íslenskri lambsull og fleiru – allt undir merkinu HANNA. MYNDATEXTI: Mjúkt - Þæfð íslensk lambsull er undirstaða hönnunar Ingibjargar Hönnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar